Sjá spjallþráð - Breyta myndflögu fyrir infrared :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Breyta myndflögu fyrir infrared
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 30 Nóv 2011 - 20:39:00    Efni innleggs: Breyta myndflögu fyrir infrared Svara með tilvísun

Vitið þið hvort e-r breytir sensor fyrir infrared hér á landi, og jafnvel verðin?

Það væri kannski gaman að nota auka vélina í þetta, 350d gimsteininn minn, ef það kostar ekki allt of mikið.

Þakkir!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oae


Skráður þann: 14 Jún 2005
Innlegg: 268
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2011 - 21:51:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæl

http://www.lifepixel.com/ selur filtera til að setja í staðin fyrir orginal low pass filter. Þeir eru með t.d. Infra red, full spectrum o.fl. Við getum skipt um þetta í BECO ef það er komið með vélin og filterinn til okkar. Ég hef nokkuð verið spurður um þetta en enginn hefur viljað fara út í þetta hjá okkur allavega. Filterinn kostar 180 USD sem er orðið leiðinlega mikið hingað komið með öllum gjöldum.... kanski að það sé að standa svona í fólki.

Kv.
Óskar Andri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 30 Nóv 2011 - 22:10:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oae skrifaði:
...Við getum skipt um þetta í BECO ef það er komið með vélin og filterinn til okkar...

Takk!
Það er gott að vita að þið getið skipt um low pass filter. Hvað myndi þessi þjónusta kosta? Og hvað heitir filterinn sem á að koma í stainn - ég ætla að googla þett.
Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oae


Skráður þann: 14 Jún 2005
Innlegg: 268
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon
InnleggInnlegg: 01 Des 2011 - 12:02:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

c.a. 20.000,- ísetning.

LifePixel kallar þetta hot mirror. Ef þú vilt filter sem sleppir IR ljósi í gegnum þarftu Infra Red hot mirror...
t.d. þessi hérna: http://shop.lifepixel.com/6-Infrared-sensor-filters/Canon-Infrared-hot-mirror-replacement-filter-p1.html

Síðan geturðu skoðað hérna hvað er í boði... það er líka til eitthvað sem heitir Deep BW IR... sennilega smekksatriði hvað fólk vill.

Kv.
Óskar Andri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 01 Des 2011 - 14:07:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fleiri spurningar, ef ég má.

Hvað er það sem þeir kalla 'longpass filter'?

Væri í lagi að taka bara low pass filterinn af sensornum, án þess að setja neitt í staðinn?

Takk fyrirfram.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 01 Des 2011 - 15:13:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hæhæ

ég skipti um í minni vél sjálfur - mæli svosem ekki með því, en það var gaman að skoða hana innanfrá : )

Mesta brasið sem þú lendir í er að ná að líma nýja filterinn í, ég myndi fá snillinga eins og Óskar í Beco í málið frekar. - Kannsi spurning með verðið?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
IngolfurB


Skráður þann: 09 Feb 2008
Innlegg: 341
Staðsetning: Álftanes
Canon 10D
InnleggInnlegg: 01 Des 2011 - 19:53:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hef aðeins verið að skoða þetta og það er annað sem mér finnst áhugavert og það er þegar Anti Aliasing (AA)/Blur filterinn er fjarlægður verður vélin mun skarpari.
http://www.maxmax.com/hot_rod_visible.htm

Hérna er slóðin á þá sem ég hef verið að skoða í sambandi við IR breytingar.
http://www.maxmax.com/IRCameraConversions.htm
_________________
Ingólfur B.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 01 Des 2011 - 20:44:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
ég skipti um í minni vél sjálfur - mæli svosem ekki með því, en það var gaman að skoða hana innanfrá : )

Hvað, skemmdirðu hana?
Ef ekki, endilega póstaðu e-ð dæmi.
Hvar fékkstu IR filterinn fyrir sensorinn?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 01 Des 2011 - 23:57:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hæhæ, neinei hún er í lagi sko, en ég myndi ekki gera þetta sjálfur ef ég væri með flotta myndavél í þetta.

Já, annars sko, þá hef ég ekki tekið neitt sem ég er ánægður með á vélina í raun og veru Wink

ég keypti á lifepixel, topp lið, mjög fínar pakkningar utanum IR filterinn t.d.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Þórður


Skráður þann: 11 Okt 2006
Innlegg: 2372
Staðsetning: Vestfirðir
Sigma SD10 SLR
InnleggInnlegg: 02 Des 2011 - 2:09:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

veit bara að ef ég tek rykhlífina sem er yfir sensornum af á sigma vélinni, þá tekur hún IR myndir
_________________
http://kristalmynd.weebly.com
----Sigma SD10 classic--Sigma SD-1merrill--8-16mm----17-70mm---70mm 2,8----100-300mm f4
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kristensen20


Skráður þann: 15 Jan 2008
Innlegg: 1303
Staðsetning: Noregur
Canon EOS 1D Mark II
InnleggInnlegg: 02 Des 2011 - 3:20:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hver er munurinn a thvi ad lata skipta um sensor a velinni og ad setja thessa hring ir filtera framan a linsuna sem ad their segi ad geri sama hlutin ?
_________________
www.flickr.com/kristensen
www.kristensenphotography.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 02 Des 2011 - 13:03:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kristensen20 skrifaði:
Hver er munurinn a thvi ad lata skipta um sensor a velinni og ad setja thessa hring ir filtera framan a linsuna sem ad their segi ad geri sama hlutin ?

Hæhæ. Þeir skipta ekki alveg um sensor, en já, þeir breyta honum töluvert með því að taka nokkar 'filmur' af honum. Þá geturðu tekið myndir eins og venjulega, haldheld. En Hoya R72 IR filterinn sem ég hef verið með er dekkri en 10 stoppa filter.Exif við þessa - pæltu í þetta, sko!!
ISO 400 ; f/3.5 ; 32 sec ; @18mm
Í mikilli birtu!
Infrared Reykjavik
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
annajonna


Skráður þann: 10 Ágú 2010
Innlegg: 37

Pentax K-5
InnleggInnlegg: 15 Jún 2012 - 14:40:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oae skrifaði:
Sæl

http://www.lifepixel.com/ selur filtera til að setja í staðin fyrir orginal low pass filter. Þeir eru með t.d. Infra red, full spectrum o.fl. Við getum skipt um þetta í BECO ef það er komið með vélin og filterinn til okkar. Ég hef nokkuð verið spurður um þetta en enginn hefur viljað fara út í þetta hjá okkur allavega. Filterinn kostar 180 USD sem er orðið leiðinlega mikið hingað komið með öllum gjöldum.... kanski að það sé að standa svona í fólki.

Kv.
Óskar Andri


Verðið og einnig takmarkaðar upplýsingar frá þessum fyrirtækjum sem gera þetta valda því að t.d. ég hef varið miklum tíma í að skoða þetta. Þessvegna er ég mjög ánægð að heyra að BECO sé tilbúið í þetta ef maður vill.

180 $ fyrir þennan filter er mjög dýrt hingað kominn og með ísetningu er verðið komið upp fyrir það sem t.d. http://www.spencerscamera.com er að bjóða en það er 250 $ fyrir bæði filter og ísetningu. Þegar þetta er skrifað, er ekki hægt að fá vöruna afhenta á Íslandi. Ég hef beðið þá um að lagfæra það og nú er bara að sjá til hvort þeir geri það.

Ég vil láta fjarlægja LP filterinn og setja í staðinn Quartz filter sem er gegnsær á öllum bylgjulengdum, ofan á sensorin í minni EOS 350D. Þá get ég sett filtera framan á linsuna. eftir þörfum og ráðið hvort ég vill taka myndir með UV, sýnilegu ljósi, eða IR eða jafnvel allt í einu.
Bestu kveðjur, Anna.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 15 Jún 2012 - 15:58:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

annajonna skrifaði:
Ég vil láta fjarlægja LP filterinn og setja í staðinn Quartz filter sem er gegnsær á öllum bylgjulengdum, ofan á sensorin í minni EOS 350D. Þá get ég sett filtera framan á linsuna. eftir þörfum og ráðið hvort ég vill taka myndir með UV, sýnilegu ljósi, eða IR eða jafnvel allt í einu

Og áttu eftir að geta notað IR framan á linsu, og skotið handheld? Exclamation

Þú getur líka keypt IR filter fyrir myndflögu hjá www.procamerarepair.com á $99 og látið senda það til þín. Það er það sem ég gerði. Beco vældi smá um að það væri ekki nóg vel pakkað, og svona... Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
thorology


Skráður þann: 26 Nóv 2005
Innlegg: 288

Nokkrar stafrænar, nokkrar filmu
InnleggInnlegg: 15 Jún 2012 - 20:44:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skemmtileg mynd. Smile

Micaya skrifaði:
kristensen20 skrifaði:
Hver er munurinn a thvi ad lata skipta um sensor a velinni og ad setja thessa hring ir filtera framan a linsuna sem ad their segi ad geri sama hlutin ?

Hæhæ. Þeir skipta ekki alveg um sensor, en já, þeir breyta honum töluvert með því að taka nokkar 'filmur' af honum. Þá geturðu tekið myndir eins og venjulega, haldheld. En Hoya R72 IR filterinn sem ég hef verið með er dekkri en 10 stoppa filter.Exif við þessa - pæltu í þetta, sko!!
ISO 400 ; f/3.5 ; 32 sec ; @18mm
Í mikilli birtu!
Infrared Reykjavik

_________________
www.flickr.com/thorology
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group