Sjá spjallþráð - [ÞEMA] Rangefinder myndavélar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
[ÞEMA] Rangefinder myndavélar
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Þema
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 14:43:49    Efni innleggs: [ÞEMA] Rangefinder myndavélar Svara með tilvísun

Mér datt í hug að stofna þemaþráð fyrir umræðu og myndur úr rangefinder myndavélum fyrst það eru komnir Holga/Lomo og Medium format þræðir.

Rangefinder myndavélar eru semsagt vélar þar sem þú horfir ekki í gegnum linsuna heldur glugga fyrir ofan linsuna.
Flest allir myndavélaframleiðendur framleiddu rangefindera á tímum filmunnar. P&S myndavélar hafa að miklu leiti leyst þær af hólmi en myndgæðin eru ekki sambærileg. Rangefinderar eru nær alltaf með fastar manual fókus og sumar tegundir bjóða þér upp á að skipta um linsur. Fínast þykir að eiga Leica M. Nokkrir framleiðendur hafa notað sama skrúfganginn og Leica M, þ.á.m. Voigtlander og Konica RF.

Ég er búinn að eiga Konica C35 rangefinder (framleidd 1968) frá því að ég var unglingur og fékk frá langafa mínum. Ég hef ekki notað hana í 10-15 ár og ætla að dusta af henni rykið. Vélin er svo einföld að það er ruglingslegt. Hún er alveg sjálfvirk, þ.e. ég get ekki stillt hraða eða ljósop sjálfur. Ég gæt þó læst lýsingunni á ákveðnum gildum t.d. til að bregðast við baklýsingu. Linsan þykir góð 38mm f/2.8 Heaxar og ef ég man rétt voru myndirnar úr henni ágætar.Ég pósta svo í þráðinn þegar ég hef fengið filmuna úr framköllun.

Ég vil endilega skora á fólk að pósta í þráðinn, segja frá vélunum sínum og sýna myndir! Very Happy

Kv. Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
SissiSvan


Skráður þann: 20 Mar 2007
Innlegg: 1184
Staðsetning: 105
Ýmsar
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 17:15:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Virkilega flott framtak Hauxon. Hérna er ein Voigtlander VITO CLR sem ég keypti í antikbúð á Akureyri sl. sumar. ég er ekki viss með árgerðina, hugsanlega 1960-70?. Núna er 36 mynda velvia 100 í henni, ef þær heppnast þá mun ég setja sýnishorn inn... þangað til fáið þið bara mynd af gripnum sjálfum.


kveðja,
_________________
kveðja, Sigurjón Már
myndasmiður á flestar stærðir filma & pappír
www.flickr.com/photos/sigurjonmar/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 18:15:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott vél. Er linsan áföst eða útskiptanleg?

Annars varðandi filmur, þá væri ágætt að fá ráðleggingar varðandi 400 ASA filmur. Er að spá í 400 ASA til að geta notað vélina meira t.d. inni. Hef heyrt að Fuji Provia 400X (ný) sé mjög fínkornótt fyrir 400 ASA filmu en er herfilega dýr. (1400 kr). Einhverjar ráðleggingar?
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
SissiSvan


Skráður þann: 20 Mar 2007
Innlegg: 1184
Staðsetning: 105
Ýmsar
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 18:24:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

linsan er pikkföst. ég er ekki kominn nóg inn í filmufræðina... þannig að ég hef engar ráðleggingar.
_________________
kveðja, Sigurjón Már
myndasmiður á flestar stærðir filma & pappír
www.flickr.com/photos/sigurjonmar/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 18:28:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun


hér er ein úr safninu mínu sem ég keypti af notanda hér á ljósmyndakeppni og hef myndað aðeins á .... t.d þessar
skemmtileg vél sem ég er allt of latur að nota í ljósi þrálátrar medium format þráhyggju Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 19:33:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég á 3.

Zorki 4.
Rússa græja sem ég keypti á ebay fyrir 43$. Hún er biluð Crying or Very sad Lekur ljósi með shutternum.Allar myndirnar koma sem sagt svona úr henni..Yashica Minister-D.
Vinkona konunar minnar átti þessa vél ásamt nokkrum öðrum sem hún var með uppá hillu fyrir einhverjum árum og var komið í kassa, henti því í mig mér til mikllar gleði. Þessi virkar fínt þó svo að shutter og ljósop hringirnir séu pínu stífir. Mynda mikið á hana.Skilar ágætis gæðum.

Yashica Electro 35 GS
Keypti þessa af stelpu sem er contact hjá mér á flickr. Hún er líka biluð Crying or Very sad Það sem er að henni er að hún virkar bara á 1/500, þarf að skipta um eitthvað stykki í henni sem á víst ekki að vera mikið vandamál, vantar bara tíma til að kíkja á það. Fékk hana endurgreidda.
Nú svo er draumurinn alltaf að fá sér Leica og 35mm f1.4 linsu Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sindri Svan


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 1227

Sony Cyber Shot
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 19:50:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Flott vél. Er linsan áföst eða útskiptanleg?

Annars varðandi filmur, þá væri ágætt að fá ráðleggingar varðandi 400 ASA filmur. Er að spá í 400 ASA til að geta notað vélina meira t.d. inni. Hef heyrt að Fuji Provia 400X (ný) sé mjög fínkornótt fyrir 400 ASA filmu en er herfilega dýr. (1400 kr). Einhverjar ráðleggingar?


"In the world of film, slide is king."

Þess má til gamans geta að hér á íslandi er svo herfilega svínað á filmum að það er með ólíkindum. Ekki að Provia 400X sé ódýr[tæplega 600kr í USA].
Ef þú ert að skoða Fujifilm slide, þá færðu bara Sensia og Provia í 400asa, ef mér skjallast ekki.
Sensia er consumer filma, á meðan Provia er pro filma, svo líklega liggur einhver meiriháttar munur á þeim þrátt fyrir lítin verðmun per filmu.

Edit: ég reyndar a nú einn rangefinder eins og er, og á eftir að stækka safnið vonandi bráðlega.
The infamous Holga! Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 20:19:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Holy crap. Ég átti (á?) nokkrar gamlar myndavélar og meðal þeirra er ein Voigtländer eins og þessi að ofan. A.m.k. minnir mig að þær séu mjög líkar. Eitthvað þýskt nafn og svo þessi sérstaki gluggi eða hvað þetta er framan á henni.

Nú þarf ég að reyna að finna hvar allt draslið er. Það var Kodak Brownie myndavél líka í „safninu“. Vona að þetta hafi ekki farið á haugana.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Jonatan


Skráður þann: 26 Mar 2005
Innlegg: 434
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 1Ds Mark III
InnleggInnlegg: 05 Feb 2008 - 21:28:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég er með eina svona Agfa Silette frá frá '56
hef tekið eina filmu á hana, á eftir að framkalla Razz
svo er líka ein eldgömul medium format vél frá bilinu 1932-1937

Westex Prontor IIþær eru svosem ósköp töff, en ég tæki ásinn minn framyfir þær hvaða dag vikunnar sem væri Very Happy
_________________
http://www.flickr.com/photos/jonatan_atli
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Andres_A


Skráður þann: 03 Apr 2007
Innlegg: 212
Staðsetning: Reykjavík
Canon 30D
InnleggInnlegg: 06 Feb 2008 - 9:00:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er með tvær svona vélar sem ég fékk hjá honum föður mínum.

Sú eldri er rússnesk að ég held en ég get ómögulega lesið nafnið á henni. Ef þið kannist við nafnið þá megið þið endilega deila því með mér.
Þetta var fyrsta vélin hans pabba sem hann fékk sem unglingur og er hún því líklega frá því í kringum 1960 hefði ég haldið.
Seinna eignaðist hann þessa Canon Canonet vél sem á víst að vera nokkuð skemmtileg græja segir hann.Ég var nú bara að sækja þetta til hans í gær svo ég hef ekki enn komist í það að kaupa í þær filmur en það er á dagskránni á næstu dögum.

reyndar komst ég að því að það er filma í eldri vélinni sem líklega hefur verið þar í einhverja áratugi. Er einhver séns að það sé eitthvað á þeirri filmu sem hægt væri að framkalla??


En það er ekki allt búið enn.
Hjá þessum vélum fann ég líka nokkar kynslóðir af flössum sem gaman væri að prófa með vélunum.

Þetta finnst mér æðisleg græja. skermurinn er dreginn út eins og blævængur og kræktur saman. í þetta fara svo einnota perur sem ég á líka til. Vandamálið er samt að snúran í þessu molnaði í sundur þegar ég tók tækið úr kassanum sínum.
þetta er líka skemmtilegt flass. það er bara kassi sem hægt er að festa í skóinn á vélunum og tengja með pc snúru í vélina. flassið sjálfr er svo tengt beint í 220V með snúru sem fylgir með.Að lokum eru svo þessi Osram flöss. Þau eru eitthvað misöflug. annað heitir BCS32 og hitt BCS25.Ég set svo inn einhverjar myndir þegar þær hafa verið teknar. Smile
_________________
Life's journey is not to arrive at the grave safely in a well preserved body. But rather to skid in sideways, totally worn out, with a beer in one hand, shouting "Whoo, what a ride!!"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Bolti


Skráður þann: 15 Nóv 2004
Innlegg: 5961
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon
InnleggInnlegg: 06 Feb 2008 - 9:09:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mig langar svo mikið í rangefinder að ég titra.....

Einhverjir sem vilja selja einn?
_________________


Hjalti.se Myndablog
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 06 Feb 2008 - 9:19:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Andres_A skrifaði:
...
Seinna eignaðist hann þessa Canon Canonet vél sem á víst að vera nokkuð skemmtileg græja segir hann.


...

Mér líst vel á þessa hjá þér.

Ég á 2 Canonet vélar nirði kjallara, önnur með ljósop 1.7 og hin 1.9 ef ég man rétt. Ég er sammála um að þetta séu skemmtilegar vélar.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 06 Feb 2008 - 13:51:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bolti skrifaði:
Mig langar svo mikið í rangefinder að ég titra.....

Einhverjir sem vilja selja einn?

Hvað býðuru í Fed5b? :- p
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
mai


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 1211

1D MarkII N
InnleggInnlegg: 06 Feb 2008 - 14:40:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun


Contax G2 Rangfinder

væri sko allveg til i ad eiga eina svona med nokkrum linsum , tok tessar a lansvel fyrir nokkud mørgum arum , komst ekki i filmu skanna tannig tetta er skann af sjalfum prentunum sem eg gerdi
_________________
-matthias arni-

www.matthiasarni.com
www.icecreamman.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sindri Svan


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 1227

Sony Cyber Shot
InnleggInnlegg: 29 Feb 2008 - 14:19:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fékk í gærkvöldi Zorki-6 vélina mína frá Úkraínu.
Framan á henni er Jupiter-3 50mm f1.5 linsan, rosalega spennandi stöff Smile
Ég er reyndar ekki búinn að prófa hana, og ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvort hún virki...
En mig langaði bara að monta mig pínu smá af henni Wink

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Þema Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 1 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group