Sjá spjallþráð - Framköllun svarthvítra filma heima. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Framköllun svarthvítra filma heima.
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 18:04:10    Efni innleggs: Framköllun svarthvítra filma heima. Svara með tilvísun

Ég hef undanfarið fengið nokkrar fyrirspurnir um framköllun svarthvítra filma, og ég hef svarað því til að það væri bara ekki vinnandi vegur fyrir mig að kenna þetta svona bréfleiðis - eða þannig.
En eftir rækilega umhugsun komst ég að því að ég gæti þetta vel - I still got it! Ég settist niður í dag og hér er afraksturinn. Það er bara vonandi að ég hafi komið þessu það skiljanlega frá mér að þetta nýtist einhverjum að ráði. Ef einhverjar spurningar vakna, sendið mér þá EP.


Að framkalla svart hvíta filmu heima.

Það sem þarf.
Það sem þarf er af vökvum er; 4 l vatn, framköllunarvökvi, stoppbað, fixer, Photo Flo, allt á 20°C hita.
Af tækjum og tólum þarf; ljósþétt herbergi (t.d. baðherbergi) eða ljósþéttan skiptipoka, einn framköllunardunkur (Paterson er mitt uppáhald) fyrir 2 stk 35 mm filmur, 2 plast filmukefli (líka kallaður spírall) til að þræða filmuna upp á, skeiðklukka eða gott úr, ein klemmuhringur (hann er hringlaga og er sett upp á dunkmiðjuna til að halda filmukeflinu föstu), ein skæri, eitt mæliglas (500 ml), 3 stk 1 l. harmonikkubrúsar, 5 notaðar skyrdollur (500 ml), 2 stk 2ja lítra plastflöskur undan gosi, hræripinni eða sleif, filmu upphengjur eða nokkrar þvottaklemmur úr tré, alvöru hitamæli (15-50°C).
Af þrifavörum þarf; haldklæði sem má skemmast, diskaþurrka sem má skemmast, borðtusku, nokkur pör af einnota hönskum, svuntu.

Þrjár æfingar.
1.
Þú þarf að eiga ónýta 35 mm filmu til að æfa þig á að þræða hana á filmukeflið í björtu, með lokuð augu og loks í myrkri (eða í skiptipoka). Þú byrjar á að klippa tunguna af (það gerist alltaf í björtu), og rúnnar hornin. Geymdu tunguna. Þrætt er inn fyrir stálkúlurnar á keflinu með því að nota fram og aftur hreyfingu, alltaf öfugt fyrir hvora hendi, þ.e. þegar hægri er snúið fram, fer vinstri aftur og svo öfugt. Að lokum er filman slitin eða klippt út úr hylkinu og lokið við að þræða hana inn, þar til heyrist örlítill smellur og létt verður að snúa. Setur filmukeflið upp á dunkmiðjuna, setur klemmuhringinn á miðjuna (sem þarf ekki að gera ef þú framkallar tvær filmur í einu) og rennir honum upp að filmukeflinu, setur allt í dunkinn og lokar ljósþéttilokinu með því að snúa því til hægri þar til heyrist smellur. Setur gúmmílokið á, þrýstir því niður í miðjunni á meðan þú lyftir örlítið undir kantinn og nærð þannig loftþéttni.
2.
Þegar búið er að þræða filmuna og loka dunknum, þarf að æfa framköllunarhreyfingar. Hvort sem þú situr eða stendur við verkið, þá tekur þú utan um dunkinn ofan frá (utan um lokið), lyftir honum upp að öxl og hvolfir á meðan, þ.e. byrjar þegar þú lyftir og á að vera fullhvolft þegar dunkurinn er kominn að öxl. Setur hann á sama hátt niður og bankar honum afar laust í borðið til að losa loftbólur frá filmunni. Ímyndaðu þér klukkuskjá: hreyfingin hefst 15 mín í 12, fer upp að kl 12 og svo aftur niður að 15 mín í 12. Það er ekki verra að skrifa framköllunartímana og ferlið niður á blað og hafa til hliðsjónar.
3.
15 sek fyrir lok framköllunartíma, byrjar þú að hella úr og næsti vökvi á að vera kominn í dunkinn, um það bil er þessar 15 sek eru liðnar. Þetta er mikilvægast fyrir framköllunarvökvann sem skiptir minna máli fyrir hina vökvana. Þú hefur svo aðrar 15 sek til að festa og lofttæma gúmmílokið og lyfta 5 sinnum. Á hverri hálfri mínutu eftir það þarftu að lyfta 5 sinnum, þetta er afar mikilvægt í framkölluninni en skiptir minna máli hjá hinum vökvunum. Notaðu skeiðklukkuna til að fá tilfinningu fyrir tímanum.

Undirbúningur.
Fylltu tvær 2ja lítra plastflöskur af hreinu köldu vatni deginum áður og komdu þeim fyrir á framköllunarstað svo þær volgni og nái sama hitastigi og unhverfið.
Settu á þig hanska og svuntu. Fyrst er að blanda vökvana, farðu nákvæmlega eftir leiðbeiningunum á pakkningunum. Sumir vökvar eru einnota en aðrir margnota, allt um það er í leiðbeiningunum. Passaðu þig á að anda þessu sem minnst að þér.
Ef um vökvaform er að ræða er mjög einfalt að blanda en ef um duft er að ræða þarf að leysa það upp í 40-50°C heitu vatni. Það gerirðu með því að taka aðra 2ja lítra flöskuna, leggur hana í baðker, stillir hitann á blöndunartækjunum á hæstu stillingu og fyllir upp ca 25 cm. Þú veltir flöskunni reglubundið og mælir hitastigið öðruhvoru. Þetta tekur töluverðan tíma. Þegar réttu hitastigi er náð, er heitu vatninu og duftinu blandað varlega saman í mæliglasinu með sleifinni, þar til allt er vel uppleyst og vökvinn orðinn glær. Best er að gera þetta degi áður en vinnan hefst. Öllum vökvum er svo hellt í harmonikkubrúsana og þeir lofttæmdir. Skolaðu vel og þurrkaðu áhöldin.
Hreinsaðu umhverfið vel, þurrkaðu af borðum, skúraðu gólf og sjáðu til þess að hitastigið sé um 20°C og rakastigið þægilegt til innöndunar, þá ætti það að vera mátulegt fyrir filmurnar.

Undirbúningur framköllunar.
Raðaðu á borðið í beinni röð, frá vinstri til hægri; 1 skyrdolla undir ca 500 ml vatn, skyrdolla undir framköllunarvökva (minnst 290 ml á hverja filmu), skyrdolla undir ca 300 ml stoppbað, skyrdolla undir minnst 300 ml fixer, og loks enn ein undir ca. 500 ml vatn. Settu vökvana í dollurnar og raðaðu réttum vökvabrúsum í samsvarandi röð, annaðhvort beint fyrir aftan dollurnar eða einhversstaðar þar sem þægilegt er að nálgast þá, ef þú þarf að framkalla meira.
Á annað borð raðar þú í réttri röð, frá vinstri til hægri; framköllunardunkur, gúmmílokið, plastlokið, miðjustykkið, klemmuhringinn og keflið (ef þú framkallar meira en eina filmu í einu þarftu ekki klemmuhringinn).
SLÖKKTU LJÓSIN !
Þræddu filmuna á keflið eins og þú ert búinn að vera æfa vikum saman. Setur keflið upp á dunkmiðjuna, klemmuhringinn á, allt sett í og lokað eftir kúnstarinnar reglum, gúmmílokið svo sett á. Þú er nú tilbúinn til að framkalla filmuna og mátt kveikja ljósið.

Vinnslan.
Helltu smá fixer í glas. Taktu tunguna sem þú klipptir af filmunni og geymdir, settu hana í fixerinn og bíddu þar til hún verður fullglær. Helmingaðu þann tíma í huganum og þá hefurðu tímann sem þú þarft að fixa filmuna þ.e. fixertímann. T.d. ef tungan verður fullglær á 2 mín er fixertíminn 4 mín. Einfalt.
Þú ert nú búinn að vera að æfa framköllunarhreyfingarnar. Þú byrjar á að setja vatnið í, hreyfir dunkinn á þennan hátt í 15 sek og hellir úr, setur framköllunarvökvann í og setur skeiðklukkuna af stað upp á nýtt. Nú er mikilvægt að gera þetta allt rétt, nákvæman tíma og ljúka framköllun á réttan hátt. Setur svo stoppbaðið í , hreyfir í 15 sek og hellir úr. Fixer er nú hellt í. Þú hreyfir eins og þú hefur æft út fixertímann, hellir honum svo úr og hellir í vatni. Nú mátt þú opna dunkinn og skoða filmuna ef þig lystir. Ekki hella vatninu úr, farðu með dunkinn undir krana og skrúfar rólega frá kalda vatninu. Þannig sjokkerast filman ekki ef hún nær að kólna rólega með kalda vatninu. Skolaðu hana í 45 mín.
Þegar því er lokið, helltu þá meirihlutanum af vatninu úr en skildu smá eftir svo fljóti yfir filmuna. Settu nokkra dropa af Photo Flo í og hreyfðu filmukeflið varlega upp og niður án þess að vatnið nái að freyða (Tips; í gamla daga var notað grænt Hreinol og má nota það enn ef það fæst).
Þú tekur nú filmukeflið upp úr, snýrð því upp á rönd, snúðu filmuendanum frá þér, og snýrð hægri hendi rösklega frá þér til að losa læsinguna. Gættu að því að þetta er allt saman sleipt. Leggur keflið óopnað í vinstri hendi og lyftu varlega hægri helming keflisins. Þá liggur filman efir í vinstri helmingnum. Tekur utan um enda filmunnar og lyftir, færir hendurnar rólega í sundur þar til neðri endi filmunnar hangir frír. Nú tekur þú upphengju eða tvær þvottaklemmnur og klemmir utan um efri filmuendann á þvottasnúru. Setur svo upphengju eða tvær klemmur á hinn enda filmunnar til að þyngja hana.

Eftirvinnan
Meðan filman er að þorna, má hún ekki við miklum umgangi og umhverfið þarf að vera eins rykfrítt og mögulegt er. Á meðan er tilvalið að þrífa eftir sig, taka saman og þvo sér. Dunkinn og innvolsið þarf að skola vel úr snarpheiti vatni sem og önnur áhöld, þurrka vel með diskaþurrkunni. Þegar búið er að framkalla 10-20 filmur þarf að nota gamlan tannbursta á keflið og uppþvottsbursta á dunkinn. Hreinlæti er hér mikill kostur.
Það getur tekið filmuna nokkuð langan tíma að þorna, og þú mátt ekki taka hana niður fyrr en hún er orðin full þurr. Taktu eftir að hún byrjar að bogna sérkennilega þegar hún þornar. Svo er best að klippa hana niður og setja í filmusíðu. Nú er hún tilbúin til að taka kontaktkópíu af, annaðhvort undir stækkara eða í skanna.
Filma er í eðli sínu afar viðkvæm og þarf að geymast í þurru og rykfríu umhverfi.
Best er að versla sérstakar bækur með filmuplöstum til að geyma þær í og þá má alveg eins stinga þeim inn í bókaskápinn.

Gangi þér vel. V.K.


Síðast breytt af Villi Kristjáns þann 23 Mar 2007 - 16:54:48, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 18:57:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þar sem ekkert er fullkomið og þessi pistill ekki frekar en annað, vil ég bæta því við að hægt er að kaupa sérstakar filmuupphengjur til að hengja filmur upp til þerris. En vel er hægt að nota venjulegar klemmur, þær eru ódýrari og þær gata ekki filmurnar eins og sumar upphengjurnar. Að auki er allstaðar hægt að verða sér út um þær.
Og svo þetta, miðjuklemmur sem ég kalla svo, heita það sennilega ekki, þessir hvítu hringir heita sennilega klemmuhringir, mundi þetta bara engan veginn þegar ég var að semja þetta.
Voanandi fyrirgefst mér þessar smá yfirsjónir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 19:32:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

en filmuklemmurnar koma oftast 2 saman í pakka og önnur er þyngd með blýkubbi til að hafa að neðan til að halda filmunni strekktri svo hún rúlli ekki upp og beiglist....
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Elvar Freyr


Skráður þann: 20 Feb 2007
Innlegg: 666
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 1D Mark II N
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 20:32:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þakka þér fyrir þessa grein Gott
Nú er bara að fara að æfa sig Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 20:39:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kaldalons skrifaði:
en filmuklemmurnar koma oftast 2 saman í pakka og önnur er þyngd með blýkubbi til að hafa að neðan til að halda filmunni strekktri svo hún rúlli ekki upp og beiglist....


Já, það er rétt.
En þú þarft að kaupa margar slíkar pakkningar ef þú þarft að framkalla mikið af filmum. Ég á sjálfur 4 svona klemmur. En oft framkalla ég 8-10 filmur og þá dugar þetta ekki til, þá gríp ég þvottaklemmurnar. Annars finnst mér persónulega betra að nota þvottaklemmur. Ég á semsagt 4 pro klemmur, tvær þeirra gata filmurnar og það líkar mér ekki, hinar eiga það til að renna af filmunum og ekki er það betra. Báðar þessar tegundir eru eða voru seldar sem "pro" klemmur.
Svona er þetta bara, allir hafa sína sérvisku, ætli þetta sé ekki mín.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 21:08:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

götunin á filmunni sem hlíst af klemmunum hefur ekki verið að pirra mig.
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
eirasi


Skráður þann: 23 Jan 2005
Innlegg: 850
Staðsetning: Helst uppi á fjöllum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 22:03:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kaldalons skrifaði:
götunin á filmunni sem hlíst af klemmunum hefur ekki verið að pirra mig.

Yfirleitt var maður (eða ég a.m.k.) að setja klemmurnar á bláendann á filmunni sem var hvort sem er klipptur af þegar gengið var frá filmunni í plast. Man a.m.k. ekki eftir að þessi götun hafi truflað mig mikið.

En átti einhvern slatta af klemmum en ekki nóg og notaði þvottaklemmurnar með. Oftast "pro" klemmuna uppi því það var þægilegt að nota þær til að hengja filmuna upp og svo þvottaklemmuna niðri. Var svo meira og minna með snæri sem filmuþvottasnúru hangandi uppi í herberginu mínu í dentíð.

Og svo smá viðbót ef ég má. Þett með að filman "sjokkerist" út af misheitu vatni henti mig einu sinni en þá kólnaði eða hitnaði filman of hratt hjá mér út af misheitu vatni og afleiðingin varð að hún fór öll í köggla. Reyndar dálítið spes effect sem er hægt að gera núna í Photoshop geri ég ráð fyrir en ekki það sem maður er yfirleitt að leita eftir.
_________________


Síðast breytt af eirasi þann 21 Mar 2007 - 22:06:32, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 22:05:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

eirasi skrifaði:
kaldalons skrifaði:
götunin á filmunni sem hlíst af klemmunum hefur ekki verið að pirra mig.

Yfirleitt var maður (eða ég a.m.k.) að setja klemmurnar á bláendann á filmunni sem var hvort sem er klipptur af þegar gengið var frá filmunni í plast. Man a.m.k. ekki eftir að þessi götun hafi truflað mig mikið.

En átti einhvern slatta af klemmum en ekki nóg og notaði þvottaklemmurnar með. Oftast "pro" klemmuna uppi því það var þægilegt að nota þær til að hengja filmuna upp og svo þvottaklemmuna niðri. Var svo meira og minna með snæri sem filmuþvottasnúru hangandi uppi í herberginu mínu í dentíð.


akkurat
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 21 Mar 2007 - 22:15:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég reyndi það einu sinni að skella filmu í ísvatn og emulsjonin sprakk öll, mjög spes effekt og skemmtileg, eins og hún kristallaðist.
Hef ekki reynt að setja filmu í heitt vatn, veit ekki hvernig það yrði en mig minnir að emusjonin eigi að renna til einhvernvegin.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Jobbi


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 55
Staðsetning: Reykjavík (stundum)
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 22 Mar 2007 - 1:59:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært að sjá svona fræðslu hér. takk !!
Kveikti virkilega í nostalgíunni. kaupa HP5 og stöff held varla héðan af.


En...
mætti kannski summera upp einfaldan prósess. Byrjendum gæti þótt þessi lesning nokkuð töff.
"ég lærði af einhverjum bretum í SLR magazin að"
Komdu þér upp þinni sérvisku og @stick to it@
Ekki svo noji hvernig hún er í smáatriðum.

Skil ekki hvað gengur á með stafasettið. Lagaði það til, kv. ÍvarB

1.
lærði að opna filmuhylkið med dósaopnara í stað þess að draga filmuna út og rispa. *ryk í harunum í ljóssíunni

2.
Aldrei heyrt um að byrja á vatni. sbr
perlukafari skrifaði:
Þú ert nú búinn að vera að æfa framköllunarhreyfingarnar. Þú byrjar á að setja vatnið í, hreyfir dunkinn á þennan hátt í 15 sek og hellir úr, setur framköllunarvökvann í og setur skeiðklukkuna af stað upp á nýtt. Nú er mikilvægt að gera þetta allt rétt, nákvæman tíma og ljúka framköllun á réttan hátt.

þarna kemur skýringin hvers vegna ég varð ekki snillingur.

3.
Vara Íslendinga við að búa til stofuhitavatn með þvi að blanda með hitaveituvatni.
það er banvænt í litframköllun en tónar BW.

4.
Hitt er svo annað mál. Þegar kemur að filmu curves/levels
Þá verða hlutir flóknari. Svo sem að þynna framkallara, breyta tíma o.s.frv. Svo maður tali ekki um special effect filters eins og snöggkælingu, ekki hrista effect etc.

liggur við að ég finni súru lyktina.
@ don't forget to stir it
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 22 Mar 2007 - 11:18:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jobbi skrifaði:
Frábært að sjá svona fræðslu hér. takk !!
Kveikti virkilega í nostalgíunni. kaupa HP5 og stöff held varla héðan af.


En...
mætti kannski summera upp einfaldan prósess. Byrjendum gæti þótt þessi lesning nokkuð töff.
"ég lærði af einhverjum bretum í SLR magazin að"
Komdu þér upp þinni sérvisku og @stick to it@
Ekki svo noji hvernig hún er í smáatriðum.

Skil ekki hvað gengur á með stafasettið. Lagaði það til, kv. ÍvarB

1.
lærði að opna filmuhylkið med dósaopnara í stað þess að draga filmuna út og rispa. *ryk í harunum í ljóssíunni

2.
Aldrei heyrt um að byrja á vatni. sbr
perlukafari skrifaði:
Þú ert nú búinn að vera að æfa framköllunarhreyfingarnar. Þú byrjar á að setja vatnið í, hreyfir dunkinn á þennan hátt í 15 sek og hellir úr, setur framköllunarvökvann í og setur skeiðklukkuna af stað upp á nýtt. Nú er mikilvægt að gera þetta allt rétt, nákvæman tíma og ljúka framköllun á réttan hátt.

þarna kemur skýringin hvers vegna ég varð ekki snillingur.

3.
Vara Íslendinga við að búa til stofuhitavatn með þvi að blanda með hitaveituvatni.
það er banvænt í litframköllun en tónar BW.

4.
Hitt er svo annað mál. Þegar kemur að filmu curves/levels
Þá verða hlutir flóknari. Svo sem að þynna framkallara, breyta tíma o.s.frv. Svo maður tali ekki um special effect filters eins og snöggkælingu, ekki hrista effect etc.

liggur við að ég finni súru lyktina.
@ don't forget to stir itTakk fyrir þetta Jobbi.

1. Sum filmuhylki voru límd aftur t,d, Kodakhylkin svo það var ekki hægt af neinu viti að opna þau með flöskuopnara, aftur hefur Ilford aldrei límt sín hylki, þeir fremur framleiddu sérstaka upptakara fyrir þau.

2. Ástæðan fyrir því að byrja á vatni er einföld, filman sýgur í sig vatnið mjög hratt á 20°C sem er kjörhitastigið, annars er hætta á að hún sogi til sín framköllunarvökvann ójafnt og flekkir eða rákir myndast (ský). Þetta er öryggisatriði.

3. Tek undir viðvörun þín á að nota hitaveituvatn, það er aldrei nógsamlega áréttað að hitaveituvatn er algjört eitur í framköllun. Það á alltaf að hita upp kalt vatn, og besta að gera það á þann hátt sem ég lýsti.

4. Mæli ekki með að þynna eða styrkja framkallara meira en segir á pakkningunum fyrr en maður hefur hlotið nokkra þjálfun. Ég hef oft bætt við 10-15 sek í endann ef ég hef tekið á filmuna við aðstæður sem kallar á slíkt, sólarlaust og jafnvel rigningarúði. En það er meira tilfinning en bein þekking.

Það væri gott að fá fleiri sjónarhorn á þetta allt, það hafa nokkrir vakið upp spurningar og/eða aðrir bætt við þekkinguna.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 23 Mar 2007 - 16:58:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef nú breytt greininni lítillega í samræmi við athugasemdir sem hér hafa birst og mér borist. Hafa skal það er sannara reynist.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergabondi


Skráður þann: 12 Nóv 2006
Innlegg: 788
Staðsetning: Stykkishólmur
Nikon 1 J1
InnleggInnlegg: 24 Mar 2007 - 19:56:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvar kemur maður svo höndum yfir allt þetta dótarí sem þarf til þessa?
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 24 Mar 2007 - 20:08:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Beats me !!!!!!!!!!!!!!!!!

Hugsanlega í Beco, eða þetta leynist í skólum eða í fórum gamalla filmuhunda, eins og ég er. Má kannski auglýsa eftir þessu. Svo er það netið, sennilega er það vænsti kosturinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Solon Islandus


Skráður þann: 14 Okt 2005
Innlegg: 828
Staðsetning: Aarhus, Danmörku
H2
InnleggInnlegg: 24 Mar 2007 - 20:30:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það var/er til önnur lausn sem greinilega fáir vita af, en nú er best að aðvara fólk því hún er frekar kostnaðarsöm, en þessar filmur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Því miður valdi Polaroid að hætta framleiðslu á öllum 35mm filmunum en það er ennþá hægt að fá þær á stöðum eins og ebay.
Það sem ég er að ræða um er Polapan og Polagraph 35mm instant slide. Framkallast á 2 mínútum, þurr og tilbúin... en það geta einungis verið 12 myndir á þeim.
Þar sem ég er ekki með neina við höndina sem ég hef tekið, þá mátti ég notast við google Winkframköllunarboks
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group