Sjá spjallþráð - Kennsla: multiplicity í Photoshop :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Kennsla: multiplicity í Photoshop
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
aquiz


Skráður þann: 11 Jan 2005
Innlegg: 1911
Staðsetning: Kaupmannahöfn

InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 19:01:50    Efni innleggs: Kennsla: multiplicity í Photoshop Svara með tilvísun

Við byrjum á að taka tvær eða fleiri myndir frá sama staðnum, með sama bakgrunn. Hér hef ég ákveðið að nota þrjár myndir með drenginn á mismunandi stöðum en tæknilega hefði ég alveg getað notað mikið fleiri.

Þetta eru myndirnar sem ég ætla að vinna með:
Næsta sem ég geri er að setja allar myndirnar inn í eitt skjal í Photoshop og setja hverja mynd á sér layer.

Það er auðveldast að gera þetta svona:
1. Opnaðu allar myndirnar í Photoshop.
2. Veldu eina myndina, við skulum kalla hana mynd A og gerðu Ctrl+A til að velja alla myndina.
3. Gerðu núna Ctrl+C til að kópera myndina.
4. Farðu núna yfir á aðra mynd, mynd B, og gerðu Ctrl+V til að peista mynda A. Núna sérðu að mynd A er orðin að nýjum layer á mynd B. Gerðu það sama við hinar myndirnar sem þú ætlar að nota og peistaðu þeim yfir á mynd B.

Ef þú hefur gert þetta rétt ætti layers pallettan þín að líta nokkurn veginn svona út núna:

(heiti á layerum gætu verið eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli)

Núna tekur við næsta skref, en það er að setja maska á layerana. Þetta gerum við til þess að sjá meira en bara efsta layerinn. Við setjum maska á alla layerana nema þann neðsta, hann þarf ekki maska.
Til þess notum við þennan takka á layers pallettunni:


Veldu þann layer sem þú vilt setja maska á og ýttu á takkann. Eftir að þú ert búinn að setja maska á alla layerana ætti layers pallettan að líta svona út:


Athugaðu að eins og er eru allir maskarnir hvítir. Maskar virka þannig að þar sem maskinn er hvítur, þar skín ekkert í gegn en þar sem maskinn er svartur er layerinn gegnsær. Það góða við að nota maska er að maður getur gert hvað sem er við hann án þess að breyta layernum sjálfum. Þannig verða allir layerarnir ósnertir sama hvað við gerum við maskana.

Næsta skref er að gera alla maskana svarta. Þetta gerum við þannig að við veljum maska með því að smella einu sinni á hann. Ef maski er valinn þá birtist lítill rammi utan um hann eins og sjá má á síðustu mynd. Eftir að maskinn hefur verið valinn ýtirðu á Ctrl+I á lyklaborðinu til að gera hann svartan. Þetta gerirðu við alla maskana. Eftir þetta ætti layers pallettan að líta svona út:


Núna má byrja að mála á maskana til að fá fram myndirnar. Þá velurðu bursta úr tools pallettunni og hefur hann skjannahvítan:


Þessar stillingar má hafa til viðmiðunar þegar burstatólið er notað:


Þegar þú málar inn á maskann skaltu hafa það hugfast hvað það er á layernum sem þú vilt fá fram og mála svo yfir það. Áður en þú byrjar að mála skaltu athuga hvort þú sért ekki örugglega með maskann valinn, annars kemur bara hvítt á myndina þína.

Athugið að það má alltaf sjá maskann sér með því að halda niðri Alt takkanum á lyklaborðinu og smella einu sinni á maskann. Hér er dæmi um maska og áhrifin sem hann hefur á myndina:
maskinn


myndin


Eins og sjá má skín drengurinn í horninu í gegn þar sem maskinn er hvítur.

Eftir að búið er að mála á maskana gæti layers pallettan litið svona út:


Og þá lítur myndin svona út:


Þá á bara eftir að klóna út draslið í bakgrunni og kroppa myndina.

Lokaútkoman: Three is company á flickr.
_________________
Dagur Bjarnason - flickr


Síðast breytt af aquiz þann 03 Feb 2007 - 17:44:43, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 19:20:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fínar leiðbeiningar aquiz, gott þegar þær eru svona myndrænar. Cool
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjornae


Skráður þann: 31 Jan 2006
Innlegg: 2238
Staðsetning: Búðardalur
Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 19:29:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þúsund takk. Very Happy
_________________
Björn A Einarsson

Það sem ekki drepur mann, styrkir mann

http://www.flickr.com/photos/baeinarsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
vilhelm


Skráður þann: 07 Ágú 2006
Innlegg: 1083


InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 19:31:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegar leiðbeiningar.
Ég þakka bara fyrir mig og nú verður maður að prufa.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
2000kall


Skráður þann: 10 Feb 2005
Innlegg: 95

Nikon
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 19:34:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fínar leiðbeiningar
Svona nokkuð mætti sjást meira af
_________________
.........................................
Lýður Skúlason Nikon D7000 / D2H & Canon S90

.........................................
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
GARI


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 1037
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 30D
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 20:04:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott flott...ég hélt alltaf að ég skildi maska fyrr en þú settir þetta svona fram Razz maður er alltaf að læra
En annars fínasta kennsla, ég ætla að prufa þetta sem snöggvast
_________________
Flickr síðan mín
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bippi


Skráður þann: 30 Mar 2006
Innlegg: 437

Sigma SD14
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 20:16:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kærar þakkir.,

Þetta framtak þitt er til mikillar fyrirmyndar aquiz, ég tæki hattinn minn niður fyrir þér ef ég hefðann.

Eðal leiðbeiningar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
sigmar_viðir


Skráður þann: 10 Jan 2006
Innlegg: 633
Staðsetning: Sandgerði
Canon 600D
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 20:46:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Fínar leiðbeiningar aquiz, gott þegar þær eru svona myndrænar. CoolSammála þessu. þetta er glæsilegt hjá þer... Very Happy Very Happy
_________________
Er lesblindur. Það gæti verið eitthvað af villum í því sem ég er að skrifa hér. Svo ég afþakka leiðréttingu Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 21:11:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært framtak hjá þér.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 28 Des 2006 - 23:44:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott þetta Dagur!
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Bogil


Skráður þann: 03 Nóv 2006
Innlegg: 75

Canon EOS D5 Mark II
InnleggInnlegg: 29 Des 2006 - 1:09:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottar leiðbeiningar.....gengur allt upp, en nú hef ég málað maskan aðeins of mikið, er eitthvað tool til að kalla fram myndina aftur ( fyrir utan "step backward"
_________________
Bogi Leiknisson
Canon EOS 5D Mark II - Canon EF 24-70mm f/2.8L
http://www.flickr.com/photos/bogil/
http://www.dpchallenge.com/profile.php?USER_ID=69882
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Guffaluff


Skráður þann: 15 Des 2006
Innlegg: 974
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 29 Des 2006 - 1:22:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott framtak, bookmarka þetta, þarf að testa þetta við tækifæri.
_________________
Canon EOS 40D / EF-S 10-22mm / EF 50mm f/1.4 / Tamron 70-300mm / Sigma 18-50mm

Flickrið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gugga


Skráður þann: 09 Mar 2005
Innlegg: 406
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 29 Des 2006 - 1:29:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú málar of mikið þá skiptirðu um lit á penslinum. Ferð í svarta litinn í stað þess hvíta. þá ætti hvíta svæðið í maskanum að minnka Very Happy

kveðja
Gugga
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Bogil


Skráður þann: 03 Nóv 2006
Innlegg: 75

Canon EOS D5 Mark II
InnleggInnlegg: 29 Des 2006 - 1:33:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Thank you very much Gugga........
_________________
Bogi Leiknisson
Canon EOS 5D Mark II - Canon EF 24-70mm f/2.8L
http://www.flickr.com/photos/bogil/
http://www.dpchallenge.com/profile.php?USER_ID=69882
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
villinikon


Skráður þann: 22 Nóv 2005
Innlegg: 325

Nikon D200
InnleggInnlegg: 29 Des 2006 - 1:53:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært framtak.

... og svo muna að gera Layers... Flatten Image í lokin (eða Merge Visible) til að fá einn lokalayer með öllu á.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 1 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group