Sjá spjallþráð - ... vísaðu mér á berjamó :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
... vísaðu mér á berjamó
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 14 Ágú 2006 - 12:13:49    Efni innleggs: ... vísaðu mér á berjamó Svara með tilvísun


Tekin með 1D2, 28-135 og með glerlausum
2X extender milli vélar og linsu. Ég á gamlan tamron
2-faldara sem tók glerið úr og nota sem extender túbu.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ParaNoiD


Skráður þann: 13 Jún 2005
Innlegg: 1981
Staðsetning: RVK
Canon EOS 30D
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2006 - 12:23:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

svei mér þá hvað ég fæ alltaf hroll af macro myndum af köngulóm´, býflugum og geitungum Laughing

annars svaðalega flott mynd !
_________________
http://www.flickr.com/photos/gunninn/
http://gunnartrausti.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
sigrun th


Skráður þann: 14 Maí 2005
Innlegg: 1765
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2006 - 13:04:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég fæ líka yfirleitt alltaf ógeðshroll af skordýramyndum...
þó ég sé nýlega farin að prófa að mynda þessar ófáu
köngulær í kringum húsið mitt...
en litirnir hérna eru meiriháttar og bakgrunnurinn smellpassar við,
lýsingin er góð og fókusinn skemmtilegur og myndbygging líka,
þannig að mér finnst þessi mjög flott,
ef eitthvað er, þá hefði verið flott að sjá aðeins meira af vefnum
svo hún virki ekki eins og í lausu lofti
_________________
Flickr profile
DPC profile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 14 Ágú 2006 - 13:15:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sigth skrifaði:
ég fæ líka yfirleitt alltaf ógeðshroll af skordýramyndum...
þó ég sé nýlega farin að prófa að mynda þessar ófáu
köngulær í kringum húsið mitt...
en litirnir hérna eru meiriháttar og bakgrunnurinn smellpassar við,
lýsingin er góð og fókusinn skemmtilegur og myndbygging líka,
þannig að mér finnst þessi mjög flott,
ef eitthvað er, þá hefði verið flott að sjá aðeins meira af vefnum
svo hún virki ekki eins og í lausu lofti


Takk fyrir og reyndar er hún í lausu lofti blessunin, ég nebbla snéri
henni um 90 gráður. Hún danglar í þessum þráðum þarna en mér
fannst að hún líta betur út snúin....

Takmarkið var að ná einni með fallegan vef en það tekst vonandi
næst.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is


Síðast breytt af kobbi þann 14 Ágú 2006 - 15:13:20, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2006 - 14:52:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eins og mér er illa við köngulær þá verð ég alltaf að skoða myndir af þeim Rolling Eyes rosaleg smáatriði, vá!
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 20 Ágú 2006 - 22:45:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ein til...

Ég sprautaði aðeins vatni á þessa til að fá fram vefnum, sami búnaður notaður
og í fyrri myndinni. Kóngulónni varð ekki meint af þó hún hafi sjálfsagt eitthvað
verið pirruð á mér.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is


Síðast breytt af kobbi þann 21 Ágú 2006 - 9:27:29, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
911Carerra


Skráður þann: 09 Des 2004
Innlegg: 192
Staðsetning: Hveragerði
Olympus E-30
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2006 - 22:51:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hvar eru þessar myndir teknar ?
_________________
A good photograph is one that communicate a fact, touches the heart, leaves the viewer a changed person for having seen it. It is, in a word, effective. -Irving Penn

Mynda Albúm: http://picasaweb.google.com/aroningi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
olihar


Skráður þann: 03 Jan 2005
Innlegg: 2721
Staðsetning: Hafnarfjörður IS - Los Angeles USA - Kolding DK - Sydney AU

InnleggInnlegg: 20 Ágú 2006 - 22:54:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þetta eru báðar mjög góðar myndir hjá þér Kobbi, ég var svona að spá með seinni myndina hvort það mætti aðeins minka þessa gráu slikju sem kemur þarna inn á myndina frá vinstri. En svona þegar ég fer að hugsa meira um það þá gerir það heilmikið fyrir myndina.
_________________
Ólafur Haraldsson - Myndir - Hafa Samband - Blogg
University professor and researcher in Adobe Photoshop and Photoshop Lightroom.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 20 Ágú 2006 - 23:23:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

911Carerra skrifaði:
hvar eru þessar myndir teknar ?

Þetta eru nú bara kóngulær úr garðinum hjá tengdó í Mossfellsbænum.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Steini


Skráður þann: 15 Júl 2005
Innlegg: 1346
Staðsetning: Reykjavík
Olympus
InnleggInnlegg: 21 Ágú 2006 - 0:49:59    Efni innleggs: Má ég líka... Svara með tilvísun

... vera með?
Var að spá í þessar fyrir bokeh-keppnina
Báðar mjög flottar hjá þér kobbi, sérstaklega sú seinni.
_________________
Kv, Steini
______________________________________

Flickr-ið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 21 Ágú 2006 - 12:59:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góðar Steini! Þetta virðist allt vera sama tegundin af skepnunni [hrollur]vrrrr[/hrollur]
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
911Carerra


Skráður þann: 09 Des 2004
Innlegg: 192
Staðsetning: Hveragerði
Olympus E-30
InnleggInnlegg: 21 Ágú 2006 - 13:19:27    Efni innleggs: Re: Má ég líka... Svara með tilvísun

Steini skrifaði:
... vera með?
Var að spá í þessar fyrir bokeh-keppnina
Báðar mjög flottar hjá þér kobbi, sérstaklega sú seinni.


þetta eru krosskóngulær ég skrifaði einu sinni grein um þær á wikipediu og langar til að láta hana fylgja

hér kemur hún...

Krosskónguló
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Krosskóngulær eða evrópskar garðkóngulær eru einstakar og merkilegar að því leyti að silkiþráður þeirra er sá allra flóknasti í dýraríkinu. Þær eru einnig algengustu kóngulærnar á Íslandi og finnast um nánast alla Evrópu og í Kanada og norðanverðum Bandaríkjunum. Krosskóngulær skipta stundum um liti þegar þær skipta um ham en þær þekkjast þó af litlum ljósum blettum í miðju aftari búksins sem mynda einskonar kross.

Lífshlaup

Krosskóngulær geta lifað í um tvö ár og lifa því af veturna. Þær lifa aðallega á flugum, fiðrildum og nánast öllu því sem festist í vef þeirra. Helsti óvinur krosskóngulóa á Íslandi fyrir utan manninn er hrossafluga en hún hefur lítið að segja í stærstu krosskóngulærnar. Hættan steðjar aðallega að nýklöktum ungum og eggjum. Krosskóngulær afla sér fæðu með því að leggja eina af best heppnuðu gildrum sem þekkjast í heimi hryggleysingja.

Silkiþráður krosskóngulóa

Ein tegund silkiþráðar krosskóngulóarinnar áreiðanlega allra flóknasti kóngulóaþráðurinn sem til er, en krosskóngulær geta spunnið a.m.k. sex mismunandi tegundir þráða. Þræðir kóngulóa verða til í þar til gerðum kirtlum sem eru staðsettir aftast á afturbol kóngulóarinnar, rétt við lungun sem eru fyrir aftan magann. Þegar krosskóngulóin byrjar að spinna vefi sína þá kastar hún eða spýtir einni tegund þráðar út í loftið þar sem vindurinn feykir honum að t.d. næstu trjágrein eða þakskeggi sem verður hald fyrir vefinn. Síðan spinnur hún niður úr fyrsta þræðinum þannig að stoðþræðirnir líta út eins og Y. Miðjan á ypsiloninu verður miðja kóngulóarvefsins. Síðan étur hún fyrsta þráðinn og setur nýjan og sterkari þráð í staðinn, en sá þráður er mjög sterkur og lítið teygjanlegur því vefurinn má ekki flökta mikið í vindi. Þessi þráður verður aðalstoðin en síðan gerir hún það sama við hina stoðþræðina. Þessu heldur hún áfram allt að 80 sinnum því að þeim mun fleiri sem stoðþræðirnir eru þess auðveldara er að spinna ystu hringi vefsins. Kóngulóin spinnur svo í hringi umhverfis miðju stoðþráðanna og framleiðir límkenndan þráð sem talinn er vera einhver sá flóknasti sem til er, en hann er í raun gerður úr tveimur þráðum. Ástæða þessa er að þessir þræðir þurfa að vera teygjanlegir, límkenndir og gríðarlega sterkir til að þola mikið högg. Þeir mega samt ekki vera of teygjanlegir því þá gætu þeir fest hver við annan og gildran þar með eyðilagst. Þessa kosti hefur þráður krosskóngulóarinnar og því er hann talinn með flóknari vefjum sem kóngulær spinna.

Setið fyrir bráð

Kóngulóin skilur eftir eða étur lítið gat í miðju vefsins svo hún komist báðum megin við hann. Þar bíður hún eftir bráð sinni. Þegar fórnarlamb festist í vefnum þá staðsetur kóngulóin það á örskotsstundu með því að nema titringinn í vefnum. Hún veit þá upp á hár hvar það er staðsett. Því næst flýtir hún sér að fórnarlambinu og bítur það en bit krosskóngulóa er eitrað en dugar þó ekki til að fella mann en það vankar auðveldlega flugur og jafnvel banvænt fyrir smærri bráðir. Því næst vefur hún vankaða eða dauða bráðina þétt inn í silkiþráð og sýgur síðan úr henni innvolsið þegar henni svengir.

Mökun

Þegar karldýr krosskóngulóar er tilbúið til mökunar þá lætur það lítinn sæðisdropa drjúpa á þéttan vefbút sem hann hefur spunnið. Síðan sýgur hann sæðisdropann upp í lítinn belg á þreifurunum, en æxlunarfæri karlanna eru ekki samtengd. Því næst leitar hann að vef einhvers kvendýrs. Þegar hann hefur fundið hana þá spinnur hann lítinn silkiþráð yfir á vef kvendýrsins og hefur biðilsleik.

Biðilsleikurinn fer þannig fram að karldýrið byrjar að leika taktfast á þennan þráð líkt og bassaleikari á streng með broddum sem eru á fremsta fótaparinu. Karldýrið tjáir þannig fyrirætlan sína og kvendýrið tjáir sig á móti með titringi. Ef karldýrið hefur minnsta grun um að kvendýrið sé þegar búið að maka sig þá forðar það sér samstundis. Að öðrum kosti þá mjakar hann sér ofurvarlega yfir á vef kvendýrsins og þau staðsetja hvort annað. Þegar karldýrið er komið nógu nálægt kvendýrinu þá stingur hann þreifaranum inn í kynop hennar og þaðan fer sæðið í þar til gert geymsluhólf. Kvenkóngulóin notar síðan sæðið þegar hún er tilbúin að verpa. Sæðið sem komið er í geymsluhólfið dugir oft mjög lengi, jafnvel ævilangt. Eftir mökun reynir karlinn að koma sér hratt í burtu til þess að forðast að vera étinn, en karldýrin eru mun minni en kvendýrin. Ástæða þess að kvendýrið étur karlinn er talin vera sú, að í karlinum sé mikið af efnum sem eru mikilvæg fyrir þroska eggjanna. Krosskóngulær eru ein af fáum tegundum kóngulóa sem éta karlana eftir mökun.

Varp

Þegar kvenkönguló er tilbúin til að verpa þá spinnur hún poka úr sérstökum silkiþræði sem aðeins kvenköngulær geta spunnið. Sá vefnaður líkist helst bómull þar sem hann inniheldur meira loft en aðrir þræðir kóngulóa. Pokinn er yfirleitt staðsettur í miðju kóngulóarvefsins hjá tilvonandi móður. Þegar pokinn er tilbúinn verpir hún í hann og sprautar síðan örlitlu af sæðinu sem hún fékk hjá karlinum yfir á eggin og frjóvgar þau. Síðan lokar hún pokanum. Pokar þessir eru á stærð við smásteina. Fyrst eftir að eggin hafa klakist út eru ungarnir hvítir og líkjast helst hárlús með átta fætur. Ungarnir hafa síðan hamskipti á meðan þeir eru enn í pokanum, en eftir það verða þeir nákvæmar eftirmyndir foreldranna og stækka smátt og smátt.

Heimildir

* David Attenborough. Heimur hryggleysingjanna. Iðunn, 2005.
* Vísindavefurinn: „Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?“
* Vísindavefurinn: „Hvers vegna éta kvenkyns köngulær karldýrin eftir mökun?
_________________
A good photograph is one that communicate a fact, touches the heart, leaves the viewer a changed person for having seen it. It is, in a word, effective. -Irving Penn

Mynda Albúm: http://picasaweb.google.com/aroningi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Amything


Skráður þann: 05 Jan 2006
Innlegg: 1072
Staðsetning: RvK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 21 Ágú 2006 - 14:56:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Má ég vera memm líka? Hér er ein í viðbót af þessari tegund með góðgæti. Tekið með 105mm macro.

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Amything


Skráður þann: 05 Jan 2006
Innlegg: 1072
Staðsetning: RvK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 21 Ágú 2006 - 14:59:18    Efni innleggs: Re: Má ég líka... Svara með tilvísun

911Carerra skrifaði:
þetta eru krosskóngulær ég skrifaði einu sinni grein um þær á wikipediu og langar til að láta hana fylgja


Skemmtileg grein, gaman að vita aðeins meira um þetta. Er með nokkra fastagesti útá svölum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 21 Ágú 2006 - 15:18:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fín grein.

Ég var einnig að spá í kóngulóm fyrir bokeh keppnina.

Hér er ein að huga að matarpakkanum:

_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group