Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| Micaya
| 
Skráður þann: 17 Des 2009 Innlegg: 5015
|
|
Innlegg: 30 Okt 2012 - 18:57:16 Efni innleggs: Þetta land er sko Fagurt. Sönnunargögn. |
|
|
Æj hvað ég vorkenni öllu fólki í heiminum sem hefur aldrei séð Ísland, fegursta landið jarðríkis. Og aumingja íslendingarnir sem eru í útlegð einhvern staðar í heimi...
En jæja, hérna eru sönnunargögnin. Þetta land er sko FAGURT !!
Hér er smá frasaga og myndir af flugferðinni síðastliðinn 25. september. Ég fékk Canon EF-S 17-55mm f/2.8 IS. Prýðilega góð linsa sem ég mæli sterklega með.
1. Frá Reykjavíkurflugvelli, eftir að hafa skráð okkur í kerfið, tilkynnt líkamsþygdina, og tekið flugveikistöflu Falleg borg, hún Reykjavík.
2. Og hvað á þetta nú að vera? Eldborg rétt fyrir norðan Borgarnes. Þetta er ekki bara einn gígur.
3. Baula, Bifröst og Norðurá. Þegar hér er komið sögu varð flugmanninum augljóst að best væri að breyta stefnunni. Við ætluðum að fljúga um Snæfellsnes, en veðurspá og veður raunveruleiki eru ekki alltaf það sama. Birtuskilyrði voru alls ekki góð í þá áttina.
4. Hraunfossar. Ég átti virkilega erfitt með að velja eina mynd. Þessi er ekki fullkomlega byggð, en ég fíla hana held ég best.
5. ... flugmaðurinn tilkynnti turninum stefnubreytingu. Við lentum á Húsafell til að fá okkur smá kaffi og kökur. Við vorum 3, og ég fékk að vera í aftursætinu, sem mér finnst best. En sú sem situr hjá flugmanni fær að stýra líka - sem ég hef líka gert einu sinni. Mér er tjáð að þetta er svipað og að fara á motorhjóli. Flughraði var oftast 200 km/h
6. og 7. Norðlingafljótið í Gráhraun (partur af Hallmundarhrauni), og svo Surtshellir séður ofan frá. Allt ofsalega vel merkt inn á flickr hjá mér, á google maps, ef e-n langar að athuga betur. Ég er persónulega mjög hrifin af hellamyndinni.
...
8. Klofajökull heitir þessi tunga í Eiríksjökli. Sérstakt hvernig landið mótast.
9. Þursaborgir, fjallstindur 1.290 m hár. Langjökull. Að hugsa sér hvað er mikinn snjór þarna undir. Mjög fábrotin mynd hvað varðar myndbyggingu.
10. Annað sjónarhorn af Þursaborgum sem mér finnst flott, en nýtur ekki mikillar vinsældar á flickr. Pss.... En þetta er samt ekki hæsti punktur Langjökuls.
11. Eldstöðin Sólkatla, við Langjökul, og hraunið Leggjabrjótur. Það er mjög erfitt að byggja upp mynd við þessar flugaðstæður, sem sé, 200 km/h og flughreyfing í þrívidd. Þetta er svoldið mikinn sirkus. Það var mjög gott að ég tók flugveikistöflu.
12. Hrútfell og Leggjabrjótur hraunið, m.a. Þetta er panó...
13. Hvítárvatn við rætur Langjökuls. Myndin sýnir því miður ekki hversu stórkostleg upplifun það var að sjá allt þetta landslag í allri sinni dýrð. Það var ekki hægt að reyna panó hér.
14. Og Gullfoss alveg beint niður. Það sést flugvélavængina aðeins í neðsta horni til vinstri. Ég ætla aftur að nefna flugveikistöfluna...
15. Einhverstaðar milli Akranes og Eldborgar.
---
Ég á 648 myndir eftir. Ég kláraði u.þ.b. 16 GB til að byrja með. Það er LAMANDI verkefni að reyna að velja myndir, þar sem þær eru allar svo fallegar - landið er bara svo stórkostlegt !! Sennilega koma einhverjar fleiri á flickr með tímanum, og kannski uppfæri ég þráðinn þegar ég er komin með nokkra.
Njótið !!!

Síðast breytt af Micaya þann 23 Ágú 2013 - 1:21:19, breytt 2 sinnum samtals |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Hingo
| 
Skráður þann: 22 Ágú 2008 Innlegg: 4182
Fjölmargar og fjölbreyttar
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| einhar
| 
Skráður þann: 17 Ágú 2005 Innlegg: 5372 Staðsetning: Á milli Selkóps Cnn
|
|
Innlegg: 30 Okt 2012 - 19:13:03 Efni innleggs: |
|
|
Hva, hefur þú aldrei komið til útlanda?  _________________ Dagskot Rodors
Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| steingr
| 
Skráður þann: 10 Mar 2009 Innlegg: 536
|
|
Innlegg: 30 Okt 2012 - 20:00:10 Efni innleggs: |
|
|
Mjög gott. Takk fyrir að deila þessu. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| pallibjoss
| 
Skráður þann: 18 Apr 2005 Innlegg: 469 Staðsetning: Rvík. Það sem hendi er næst
|
|
Innlegg: 30 Okt 2012 - 20:08:00 Efni innleggs: |
|
|
Æðislegar myndir  _________________ Sigurpáll Björnsson.
Ljósmyndun er LIST - Með myndavél í hönd og heiminn til afnota
http://pallibjoss.123.is |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Micaya
| 
Skráður þann: 17 Des 2009 Innlegg: 5015
|
|
Innlegg: 30 Okt 2012 - 20:24:07 Efni innleggs: |
|
|
einhar skrifaði: | Hva, hefur þú aldrei komið til útlanda?  |
Þessi þarna er ekki langt frá heimaslóðum mínum
Og já... ég hef farið til útlanda. Það var gaman í Vestmannaeyjum...
Takk takk... |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Gulli Vals
| 
Skráður þann: 06 Apr 2011 Innlegg: 858
Canon 5D Mark II
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Sigbja
|
Skráður þann: 01 Mar 2008 Innlegg: 509 Staðsetning: Sandgerði Canon 7d Mark II
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Gulli Hall
| 
Skráður þann: 03 Apr 2007 Innlegg: 769 Staðsetning: Akureyri Sony Alpha 900
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Benni S.
| 
Skráður þann: 27 Mar 2009 Innlegg: 2177 Staðsetning: Akureyri Canon
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| jho
| 
Skráður þann: 17 Mar 2012 Innlegg: 1161 Staðsetning: Akranes Canon EOS 5D Mark-III
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Gaflarinn
|
Skráður þann: 28 Des 2007 Innlegg: 421 Staðsetning: Hafnarfjörður Canon EOS 40D
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
Innlegg: 31 Okt 2012 - 7:17:58 Efni innleggs: |
|
|
Virkilega flottar myndir, bíð spenntur eftir að sjá fleiri! c",) _________________ Magnús Sigurðsson [flickr]
Canon 80D • 50 ƒ/1.8 STM |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|