Sjá spjallþráð - Óskar fór í bað ... :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Óskar fór í bað ...
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 13:16:12    Efni innleggs: Óskar fór í bað ... Svara með tilvísun

... og kom álíka skítugur uppúr. Svæðið undir Eyjafjallajökli er alveg hrikalega illa farið. Ég fór þangað á sumardaginn fyrsta með Hrund (regnbogastelpa) og Andra (skipio).

Eins og glöggir notendur sjá, þá var gamla góða 10D vélin með í för, það var soldið notalegt bara, hún er orðin meiri vinur en tæki...

En hérna kemur smá sería:001 - ÞorvaldseyriVið stoppuðum tvisvar við bæinn Þorvaldseyri sem hefur mikið verið í fréttum undanfarið. Eitt skipti var hreinlega ekki alveg nóg til að skilja þetta. Umhverfið er allt undir þykku lagi af drullu, vonleysið hefur lagst yfir allt, skítugt og þungt. Þetta var fínn staður til að setjast niður og hugsa aðeins. Það er ekki öfundsvert að horfa á ævistarfið sitt lagt svona í rúst ...

Kóði:
Camera:     Canon EOS 10D
Exposure:    0.008 sec (1/125)
Aperture:    f/6.7
Focal Length:    17 mm
ISO Speed:    100

002 - Sjálfsmynd

Ég og Tían að brosa til hvors annars, hugsandi um góðar stundir og hvort þetta yrði hugsanlega síðasta ferðin hennar. Sennilega fær hún samt að koma með síðar ...Kóði:
Camera:     Canon EOS 10D
Exposure:    0.011 sec (1/90)
Aperture:    f/6.7
Focal Length:    32 mm
ISO Speed:    100
003 - SeljavallalaugÉg hef skoðað þessa laug í ýmsu ásigkomulagi. Að sumri til, hvanngræna og iðandi af útlendingum og um hávetur, of kalda til annars en að njóta hennar sjónrænt. Aldrei datt mér samt í hug að ég myndi sjá hana svona yfirgefna, litlausa, skítuga. Það var erfið sjón að sjá þessa perlu í þessu ásigkomulagi. En þegar við prófuðum hana kom það í ljós að hún þarf bara smá vorhreingerningu og þá verður hún alveg eins og "venjulega".Kóði:
Camera:     Canon EOS 10D
Exposure:    0.011 sec (1/90)
Aperture:    f/6.7
Focal Length:    28 mm
ISO Speed:    100
004 - SólarsleikurÞað var sko sannarlega komið sumar, Hrund skutlaði sér á bekkinn og blikkaði sólina. Nokkra centimetra öskulag, öskrandi eldfjall, náttúruleg sundlaug og stelpa í bikini. Þetta voru aðstæður sem ég gleymi seint ...

Kóði:
Camera:     Canon EOS 10D
Exposure:    0.005 sec (1/200)
Aperture:    f/9.5
Focal Length:    40 mm
ISO Speed:    100005 - Hæ AndriAndri (skipio) er magnaður gaur, þessi mynd fær að standa án frekari orða.


Kóði:
Camera:     Canon EOS 10D
Exposure:    0.005 sec (1/200)
Aperture:    f/11.0
Focal Length:    33 mm
ISO Speed:    100
006 - Á bakkanumMér fannst þessi mynd sýna svo ótrúlega margt þegar maður skoðar hana vel, án þess að vera flókin eða erfið. Hef soldið gaman af sögunni sem hægt er að lesa úr einfaldleikanum. Ætla að leyfa þér að lesa þína eigin sögu ...Kóði:
Camera:     Canon EOS 10D
Exposure:    0.006 sec (1/180)
Aperture:    f/6.7
Focal Length:    24 mm
ISO Speed:    100007 - Þung sporÞau voru þung sporin sem maður tók, í áttina frá þessu svæði. Drullan fylgdi manni, erfiðar hugsanirnar og örfár myndir. Sjálfur komst maður þó í burtu, hugsandi um fólkið sem kemur til með að lifa við þetta næstu árin ...
Kóði:

Camera:     Canon EOS 10D
Exposure:    0.006 sec (1/180)
Aperture:    f/4.5
Focal Length:    70 mm
ISO Speed:    100

Síðan er hægt að finna fleiri myndir á www.oskarpall.com

Takk fyrir mig, endilega commentið eins og vindurinn !
Óskar Páll Elfarsson
www.moment.is


Síðast breytt af oskar þann 05 Maí 2010 - 13:37:09, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi.Ingi


Skráður þann: 29 Ágú 2007
Innlegg: 828
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 13:23:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mynd 006 er í heimsklassa! Gott

Skemmtileg sería.
_________________
Flickr - OneExposure
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Guggan


Skráður þann: 08 Okt 2007
Innlegg: 616
Staðsetning: Selfoss
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 13:23:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Allgjör snilld! Takk.
_________________
Kveðja Guðbjörg Smile


http://www.flickr.com/photos/guggan/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 13:29:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Myndirnar segja sögu, það er flott.

Þær eru fínar...renndi í gegnum þær á flickr og fannst þær ágætar...það er ágætt...

Hins vegar, portretið af Andra...í fyrsta lagi þá er þetta sú besta mynd sem ég hef séð af stráknum hingað til...og í öðru lagi þá finnst mér þetta vera án vafa eitt besta portret sem ég hef séð frá þér. Nú ertu kannski ekki að taka voða mikið af þeim en þetta skot er æði. Myndbyggingin er flott, Andri miðjusettur kemur mega vel út. Fjallgarðurinn rammar hann líka svo vel inn. Conceptið með öskuna er flott og tónar vel við allt hitt kontrast mikla umhverfi.

All in all, mega portret!
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Röggi H


Skráður þann: 27 Jan 2007
Innlegg: 2992
Staðsetning: Hafnarfjörður
Fuji X-Pro 2
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 13:34:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábærar myndir átti svo sem ekki von á öðru hvor annari betri, mynd 006 stendur samt uppúr
_________________
Photography is the life and the Life is a Photography
http://www.flickr.com/photos/rhelgason
http://500px.com/rhelgason
Ekki taka skrifum mínum sem fullirðingu ég er bara að spjalla á spjallinu
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Guggan


Skráður þann: 08 Okt 2007
Innlegg: 616
Staðsetning: Selfoss
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 13:43:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Má ég spyrja þig Óskar hvaða myndvinnsluforrit þú notar?
_________________
Kveðja Guðbjörg Smile


http://www.flickr.com/photos/guggan/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 14:00:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég fór að skoða portretið af Andra enn betur....djöfull er ég ánægður með það!
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 14:08:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Andri myndast nú almennt vel, en þetta er lang flottasta myndin sem er til af honum!!
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 14:09:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

haha, Tommi: Við sögðum þetta nánast samtímis.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
broddi


Skráður þann: 19 Júl 2007
Innlegg: 893
Staðsetning: Brooklyn
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 14:52:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Villi.Ingi skrifaði:
Mynd 006 er í heimsklassa! Gott

Skemmtileg sería.


Hjartanlega sammála Villa. Mynd nr. 6 er hreint út sagt glæsileg!
_________________
------------------------
http://www.flickr.com/photos/broddi/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Smithers


Skráður þann: 10 Nóv 2006
Innlegg: 6172

Nikon eitthvað..
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 15:04:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er bara alltof sjúklega svalt ...

Áferðin... er bara upp á 10.


Þetta er ekkert flókið. U just got it
_________________
Myndasíða .: www.flickr.com/zahperv :.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Kletturinn


Skráður þann: 01 Sep 2009
Innlegg: 320
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 500D
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 16:34:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottar myndir og vel unnar.
_________________
Pétur Hafsteinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Emil
Umræðuráð


Skráður þann: 12 Feb 2009
Innlegg: 1527
Staðsetning: Álftanes
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 17:34:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábær sería!

006 er mjög flott!
_________________
5DIII | 5DII | 24-70L | 35L | 50/1.4
eMilk - Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skarpi


Skráður þann: 14 Ágú 2007
Innlegg: 978
Staðsetning: Ísland
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 17:43:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög góð syrpa og alveg frábær nálgun á þessu ösku dæmi að bókstaflega baða sig upp úr henni.

Eftir að hafa séð þessar mögnuðu syrpur frá ykkur Hrund, bíður maður spenntur eftir að sjá hvernig Andri nálgaðist þetta... eða var hann kannski bara að leika sér í drullunni?

Var snjókoma við Þorvaldeyri (kornin á myndinni)?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 05 Maí 2010 - 19:38:22    Efni innleggs: Re: Óskar fór í bað ... Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Hæ Andri

Hæ Óskar!

Fínar myndir, finnst sú sjötta skemmtilegasta. Gaman að textanum með.

skarpi_xxx skrifaði:
Eftir að hafa séð þessar mögnuðu syrpur frá ykkur Hrund, bíður maður spenntur eftir að sjá hvernig Andri nálgaðist þetta... eða var hann kannski bara að leika sér í drullunni?

Ha, þarf maður nokkuð meira? Linktrúður

skarpi_xxx skrifaði:
Var snjókoma við Þorvaldeyri (kornin á myndinni)?

Svona smá, en það var slatti snjókoma örlítið lengra í vestur, undir fjöllunum.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group