Sjá spjallþráð - Gunnar "Gnarr" Cortes :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Gunnar "Gnarr" Cortes
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Gnarr


Skráður þann: 19 Júl 2005
Innlegg: 1254
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 15:01:14    Efni innleggs: Gunnar "Gnarr" Cortes Svara með tilvísun

Hæ kæru ljósmyndavinir Smile

Ég heiti Gunnar Cortes og er 24 ára stráklingur úr reykjavík. Ég er að fara á annað ár í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og vinn með náminu sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Merkur Point.
Ég æfi og þjálfa taekwondo með taekwondo deild Ármanns og stefni á að taka svartbeltispróf eftir circa 2 ár. Að öðru leiti hef ég sama og engann áhuga á íþróttum, nema það megi kalla köfun íþrótt Wink


Ég byrjaði að ljósmynda um 8 ára aldur með Pentax Spotmatic SP-II filmuvélinni hennar mömmu minnar og nokkrum frábærum Takumar SMC linsum. Ég tók myndir við og við alveg þangað til vélin bilaði þegar ég var um 12 ára gamall.
Þegar ég var 18 ára fékk ég mér mína fyrstu digital point'n'shoot myndavél og hafði mjög gaman að henni, þrátt fyrir að mig langaði alltaf í alvöru myndavél.

Ég lét svo drauminn loksins rætast núna í byrjun sumars og fékk mér notaða Canon EOS 30D og breytistikki fyrir Ashai Takumar SMC linsurnar mínar svo ég gæti notað þær á vélina.
Ég er búinn að vera að dunda mér við að taka myndir 100% manual (meiraðsegja án focus confirm eða prism skjás fram að verslunarmannahelgi) núna þangað til í síðustu viku þegar ég fékk mér fyrstu autofocus linsuna mína Smile

Ég læt mig dreyma um að komast á ljósmyndabrautina í Iðnskólanum, en það verður líklega ekki mikið úr því fyrr en ég hef klárað háskólann.

Uppáhalds ljósmyndararnir mínir eru Óskar Páll, Guðmundur Óli Pálmason, Rán Magnúsdóttir, Tomasz Veruson ásamt fullt af erlendum snillingum Smile

Ég er alger sökker fyrir súper víðum linsum og linsum með fallegt bokeh og grunnt DoF. Eins er ég líka með svakalega fullframe bakteríu og það er fátt sem mig langar meira í en fullframe myndavél.

Eins og er er ég með Canon EOS 30D, Takumar Super Multi Coated 28mm f3,5 & 55mm f1,8 & 135mm f3,5 og svo Canon EF 50mm f1,4 USM.

Næst á innkaupalistanum mínum er Tokina 11-16mm f2,8 eða gömul fullframe vél (5D eða 1Ds) og ljósabúnaður.

Hér eru nokkrar myndir eftir mig:
og svo í lokin er hérna ein sjálfsmynd:


og hérna er flikr straumurinn minn: http://www.flickr.com/gnarr

Takk fyrir mig! Cool
_________________
Ég! - gnarr.org


Síðast breytt af Gnarr þann 06 Júl 2012 - 11:50:20, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hugi


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 1271
Staðsetning: Reykjavík
Canon AE-1
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 15:33:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vá, metnaður í sjálfskynningu. Þetta lýst mér vel á!
Vertu velkominn.
_________________
hugihlynsson.com - áhugaljósmyndari á ferð
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
photolover


Skráður þann: 14 Des 2008
Innlegg: 1662

Canon 7d Mark II
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 15:44:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jáá sæææææll !

Þessi kynning var meira en æðisleg ! Very Happy

Velkominn, vona að þér hafi þótt gaman þessi 4 ár Razz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
zepplinn
Umræðuráð


Skráður þann: 29 Jan 2008
Innlegg: 2249
Staðsetning: Reykjavík
Canon 450 D
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 15:46:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta kalla ég kynningu. Fínar myndir hjá þér á Flickrinu. Velkominn!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Flóki


Skráður þann: 23 Ágú 2007
Innlegg: 1058
Staðsetning: Hafnarfjörður
Nikon D90
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 15:47:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góð kynning og flottar myndirnar hjá þér.

kv Flóki
_________________
Dagurinn í dag gæti orðið besti dagur ævi þinnar ef þú notar hann rétt.

Flóki
http://www.flickr.com/photos/maggibjoss77/
http://www.floki.is/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 15:49:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heyrðu.. sæll Gunnar


Ég þakka nú bara kærlega fyrir að vera talinn upp þarna, þú ert greinilega algjör bjáni .... hehe

Gangi þér vel og velkominn á vefinn !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gnarr


Skráður þann: 19 Júl 2005
Innlegg: 1254
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 16:21:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk allir! Það eru aldeilis móttökur! Very Happy

oskar skrifaði:
Ég þakka nú bara kærlega fyrir að vera talinn upp þarna, þú ert greinilega algjör bjáni .... hehe


Bæði bjáni og betri en þú í skotbolta! Wink Laughing
_________________
Ég! - gnarr.org
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Smithers


Skráður þann: 10 Nóv 2006
Innlegg: 6172

Nikon eitthvað..
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 16:26:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vilkommen..

Nú er ég svekktur að vera ekki númer #1 í Uppáhalds.. hnusss


En þetta er brilliant kynning hjá þér gamli minn Smile
_________________
Myndasíða .: www.flickr.com/zahperv :.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
DE-VE


Skráður þann: 30 Des 2007
Innlegg: 272
Staðsetning: Hafnarfirði
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 18:19:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkominn.. Very Happy
_________________
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.
Lítið við.. flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 19 Ágú 2009 - 18:22:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkominn.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
BGÁ


Skráður þann: 14 Mar 2007
Innlegg: 3543
Staðsetning: Reykjavik
Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 0:12:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkominn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Stefanovic


Skráður þann: 07 Jún 2007
Innlegg: 633
Staðsetning: Akureyri
Canon 40D
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 0:20:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkominn Smile
_________________
Mee
Canon:
EOS 40D | 50mm f/1,8 | 17-40L f/4 | 100mm Macro f/2,8 | 10-22mm f/3,5-4,5 | 75-300mm f/4-5,6 USM | Speedlite 420EX
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ÖspV


Skráður þann: 26 Apr 2009
Innlegg: 263

Canon EOS 1000D
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 0:34:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svona ættu allar sjálfskynningar að vera. Snyrtilega uppsett og fínar myndir Smile

Með hvaða belti ertu í taekwondo? Smile Ég æfi á Selfossi og er komin með rauða beltið.
_________________
Kveðja, Ösp.

http://www.flickr.com/photos/37981960@N03/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 1:01:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkominn Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Gnarr


Skráður þann: 19 Júl 2005
Innlegg: 1254
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 10:47:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ösp<3 skrifaði:
Svona ættu allar sjálfskynningar að vera. Snyrtilega uppsett og fínar myndir Smile

Með hvaða belti ertu í taekwondo? Smile Ég æfi á Selfossi og er komin með rauða beltið.


Takk Smile ég er með blátt (6.kup). Átti að taka rauða strípu í vor samkvæmt öllum plönum en tognaði illa, svo ég gat ekki æft mikið :\ Vona að ég nái að taka rauða beltið næsta vor samt Smile
_________________
Ég! - gnarr.org
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group