Sjá spjallþráð - Leiðbeiningar fyrir Bowens stúdíóljós :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Leiðbeiningar fyrir Bowens stúdíóljós

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Stúdíó/Lýsing
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 08 Mar 2007 - 2:19:48    Efni innleggs: Leiðbeiningar fyrir Bowens stúdíóljós Svara með tilvísun

Ljósmyndakeppni var að fjárfesta í nýjum ljósabúnaði sem er hægt að leigja hér á vefnum. Sjá nánar um leiguna

Hér eru myndir og notkunarleiðbeiningar fyrir ljósin.
Neðst eru svo tenglar í bæklinga á ensku.
Það gleymdist að merkja hnappinn rétt undir Esprit merkinu en hann er til að losa og festa hlífina eða aðra hluti sem hægt er að setja framan á ljósið.


Þegar ljósin eru tengd í innstungu skal kveikja á ljósunum með því að stilla á I
Þegar ljosin eru tengd við rafhlöðu skal kveikja á ljósunum með því að stilla á II
Alltaf verður að slökkva á rafhlöðu áður en ljósin eru tengd eða aftengd.
Arrow Aldrei tengja ljósin samtímis í battery og innstungu Exclamation
Úr bæklingi frá Bowens:

 1. Nota þarf innstungu sem er jarðtengd nema ef battery er notað.
 2. Notist ekki við aðstæður þar sem er raki, hætta á sprengingum eða í hættulegu andrúmslofti.
 3. Ekki nota ljósin ef þau hafa orðið fyrir falli, höggi eða bleytu fyrr en að þau hafa verið skoðuð af viðgerðarmanni.
 4. Notið ekki ljósin ef öryggi fer fyrr en ljósin hafa verið skoðuð af viðgerðarmanni.
 5. Ljósin eru hönnuð fyrir eðlilegar aðstæður, ekki mikinn kulda eða hita og má ekki nota við þannig aðstæður.
 6. Eingöngu viðurkenndir aðilar mega taka í sundur, gera við eða breyta ljósunum.
 7. Íhlutir í ljósunum innihalda mikla spennu sem getur reynst banvæn við snertingu. Spennan getur haldist í langan tíma.Tæma verður spennuna áður en nokkur viðgerð hefst.
 8. Ljósin má ekki selja, leigja, lána eða gefa nema þessar leiðbeiningar fylgi með.
 9. Eldfim efni má ekki setja nálægt perum meðan ljósin eru í notkun.
 10. Sérstök varfærni skal höfð í meðhöndlun ljósanna eftir notkun þar sem þau geta hitnað mikið.
 11. Ekki hindra flæði um loftgöt á meðan að á notkun stendur.
 12. Þegar skipt er um flashperu verður að aftengja ljósin frá aflgjafa í minnst 30 mínútur áður en flashperan er snert eða fjarlægð.
 13. Slökkva verður alltaf á battery áður en ljósin eru tengd eða aftengd.
 14. Skipta þarf um snúrur ef þær eru skemmdar eða slitnar.
 15. Þegar skipt er um módelljós eða öryggi skal aftengja ljósin frá aflgjafa.
 16. Alltaf skal setja eins öryggi í stað þess sem var notað.
 17. Aðeins skal nota módelljós sem eru seld með vörunúmeri frá Bowens.
 18. Ef glerhlíf er látinn í té skal ávallt nota hana.


Leiðbeiningar á ensku fyrir Bowens Esprit Gemini(pdf)
Leiðbeiningar fyrir Bowens Esprit Gemini Battery(pdf)
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321


Síðast breytt af sje þann 26 Júl 2009 - 21:50:40, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
pacak82


Skráður þann: 11 Feb 2008
Innlegg: 81

50D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2009 - 17:27:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

"Um lýsingu (pdf)"
Virkar ekki...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 26 Júl 2009 - 21:51:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

pacak82 skrifaði:
"Um lýsingu (pdf)"
Virkar ekki...


Takk fyrir ábendinguna - ég tók tengilinn út en hann var á heimasíðu Bowens og þeir hafa breytt henni hjá sér.
Kóði:
[url=http://www.bowens.co.uk/brochures/imagingdesign.pdf]Um lýsingu (pdf)[/url]

_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Stúdíó/Lýsing Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group